154. löggjafarþing — 79. fundur,  4. mars 2024.

útlendingar.

722. mál
[21:53]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvar. Ég er bara spennt fyrir því að sjá hvað mun verða en ég vona að mannúð sé höfð að sjónarmiði og mannúðargildin vísi leiðina en ekki einhvers konar aðrar tilfinningar eins og hræðsla eða annað. Það er hægt að finna það svolítið í gegn þegar maður hefur skoðað frumvarpið hvað vísar leiðina og þegar maður finnur mannúðina og það sé verið að passa upp á réttindi þeirra sem verið er að ræða um er það náttúrlega alltaf það sem við viljum.